JÓN Baldvin Hannibalsson sendir vini sínum Ólafi afmæliskveðju í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Þó sendiherrann telji sig vera salt jarðar þá er hann ekki Eystrasalt eins og hann heldur sig vera.

JÓN Baldvin Hannibalsson sendir vini sínum Ólafi afmæliskveðju í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Þó sendiherrann telji sig vera salt jarðar þá er hann ekki Eystrasalt eins og hann heldur sig vera. Helsinki, höfuðborg Finnlands og aðsetur Jóns Baldvins, er við Finnskaflóann, sem tengist Eystrasalti við straumhvörf en ber annað heiti. Þetta þarf sendiherrann að vita. Hann þarf einnig að festa sér í minni að til er annað og miklu fegurra orð um sáttmála eða samkomulag sem tveir menn binda fastmælum heldur en það sem hann hefir notað. Hann þýðir enskt máltæki sem haft er um slíkan sáttmála og kallar "heiðursmannasamkomulag" "gentlemans agreement". Íslendingar höfðu annað orð. Þeir ræddu um drengskaparheit. Íslendingar ætlast til þess af fulltrúum sínum að þeir kunni að koma fyrir sig orði á sinni eigin þjóðtungu.

Að lokum: Hvenær ætlar Jón Baldvin að sýna þann drengskap að rétta hlut Jóns Blöndal og fornvinar Hannibals og Finnboga Rúts? Því fyrr því betra.

Kveðja til Bryndísar.

PÉTUR PÉTURSSON þulur.

Frá Pétri Péturssyni þul: