Kaffihúsamessur í Kjalarnes-prófastsdæmi, Keflavík og Bessastaðahreppi! SÖNGHÓPUR frá Vestmannaeyjum, ásamt prestum, stendur fyrir kaffihúsamessum í Kjalarnesprófastsdæmi. Föstudagskvöldið 30. apríl kl. 22.

Kaffihúsamessur í Kjalarnes-prófastsdæmi, Keflavík og Bessastaðahreppi!

SÖNGHÓPUR frá Vestmannaeyjum, ásamt prestum, stendur fyrir kaffihúsamessum í Kjalarnesprófastsdæmi.

Föstudagskvöldið 30. apríl kl. 22.30 verður haldin kaffihúsamessa í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi. Húsið verður opnað kl. 22. Stjórnandi sönghópsins er Ósvaldur Freyr Guðjónsson. Sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir prestur í Keflavík og sr. Þorvaldur Víðisson prestur úr Eyjum leiða stundina.

Laugardagskvöldið 1. maí kl. 20.30 verður haldin kaffihúsamessa í Samkomusal Bessastaðahrepps, annarri hæð. Húsið opnað kl. 20. Stjórnandi sönghópsins er Ósvaldur Freyr Guðjónsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sr. Friðrik Hjartar og sr. Þorvaldur Víðisson leiða stundina.

Mikil lofgjörð, frábært tónlistarfólk, guðsorð boðað á sérstakan máta í góðu samfélagi. Aðgangur ókeypis, kaffi á könnunni. Fjölmennum á einstaka viðburði í Kjalarnesprófastdæmi.

Sr. Þorvaldur Víðisson.

Kaffisala Kristni- boðsfélags kvenna

HIN árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58 laugardaginn 1. maí kl. 14-18. Þar verða að vanda ljúfar kræsingar á boðstólum sem gott er að renna niður með kaffisopanum.

Allir eru hjartanlega velkomnir og mun ágóðinn renna til kristniboðsins. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu og fagnar hundrað ára afmæli sínu í haust.