DAVID Gill stjórnarformaður enska knattspyrnusliðsins Manchester United segir við enska dagblaðið Manchester Evening News að hollenski landsliðsframherjinn Ruud van Nistelrooy sé ekki á förum frá félaginu til spænska liðsins Real Madrid í sumar.
DAVID Gill stjórnarformaður enska knattspyrnusliðsins Manchester United segir við enska dagblaðið Manchester Evening News að hollenski landsliðsframherjinn Ruud van Nistelrooy sé ekki á förum frá félaginu til spænska liðsins Real Madrid í sumar. En spænska íþróttadagblaðið Marca birti frétt þess efnis í fyrradag og hafði blaðið heimildir fyrir því að umboðsmaður leikmannsins, Rodger Linsem, hefði fundað að undanförnu með forsvarsmönnum Real Madrid. "Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, Nistelrooy er ekki til sölu, svo einfalt er það," sagði Gill en hinn 27 ára gamli Nistelrooy gerði samning við félagið í janúar sl. sem rennur ekki út fyrr en árið 2009. "Slíkur samningur er ekki gerður í skyndi og án vandlegrar umhugsunar. Hann verður á Old Trafford þar til samningur hans rennur út," segir Gill.