— Reuters
FJÖLSKYLDUR þriggja Ítala sem eru í haldi mannræningja í Írak fóru fyrir göngu um þrjú þúsund manna að Péturstorgi í Róm í gær eftir að mannræningjarnir hótuðu að drepa gíslana nema því aðeins að ítalska þjóðin stæði fyrir fjölmennum mótmælum gegn...

FJÖLSKYLDUR þriggja Ítala sem eru í haldi mannræningja í Írak fóru fyrir göngu um þrjú þúsund manna að Péturstorgi í Róm í gær eftir að mannræningjarnir hótuðu að drepa gíslana nema því aðeins að ítalska þjóðin stæði fyrir fjölmennum mótmælum gegn stríðinu í Írak. Jóhannes Páll páfi II sendi göngufólkinu kveðju og hvatti það til að gefast ekki upp. Fór hann fram á að Ítalirnir yrðu látnir lausir.

Veifaði fólkið fánum sem á var letrað orðið "friður" en þagði annars á meðan á göngunni stóð. Ættingjar gíslanna segja gönguna hafa verið friðargöngu fyrst og fremst og kváðust ekki vilja að hún yrði pólitísk. Stærstu stjórnmálaflokkarnir höfðu áður sagt, að þeir vildu ekki taka þátt í göngunni með formlegum hætti því að það sendi þau skilaboð að verið væri að kaupa föngunum í Írak grið.