Suður spilar þrjú grönd og sleppur óskaddaður frá hættuástandi í öðrum slag. Upp frá því snýst spilið um leit að laufdrottningunni. Vestur gefur; NS á hættu.

Suður spilar þrjú grönd og sleppur óskaddaður frá hættuástandi í öðrum slag. Upp frá því snýst spilið um leit að laufdrottningunni.

Vestur gefur; NS á hættu.

Norður
3
ÁG63
63
ÁG10752

Suður
D962
D104
KD9
K64

Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf 1 tígull 3 grönd
Pass Pass Pass

Vestur kemur út með tíuna í lit makkers og austur tekur með ás. Suður kærir sig ekki um spaða í öðrum slag og lætur því tíguldrottninguna detta undir ásinn! Það virkar, því austur spilar tígli áfram. Nían heldur og vestur fylgir lit. Hvernig á að vinna úr spilinu?

Vissulega mætti fara beint af augum í laufið, en það sakar ekki að leika einum millileik - spila hjartadrottningu. Ef vestur á kónginn væri hann vís með að leggja á, en annars er áætlunin sú að stinga upp ás og spila laufinu.

Vestur bítur á agnið og leggur hjartakónginn á drottninguna. Hjartanu er spilað áfram og það reynist liggja 3-3. Í síðasta hjartað hendir vestur spaða, en austur tígli.

Næst er laufi spilað á kóng og báðir fylgja með smáspili. Vestur hendir spaða í tígulkóng, og þegar laufi er spilað að blindum fylgir vestur smátt. Stóra stundin.

Á að stinga upp ás eða svína?

Norður
3
ÁG63
63
ÁG10752

Vestur Austur
K10854 ÁG7
K95 872
104 ÁG8752
D83 9

Suður
D962
D104
KD9
K64

Svíningin var "heit" strax í upphafi út frá tígulskiptingunni. Og nú er hún enn heitari, því vestur hefði vafalítið opnað á veikum tveimur í spaða með 6-3-2-2. Hann á því aðeins fimmlit í spaða og þar af leiðandi þrjú lauf.

E.s. Tíguldrottningin í fyrsta slag var mikilvæg, því ella hefði austur skipt yfir í spaðagosa með góðum árangri fyrir vörnina.