LANDSLIÐIN á vegum Körfuknattleikssambands Íslands standa í ströngu í sumar en alls munu þau þá leika 60 landsleiki sem er metfjöldi á vegum KKÍ á einu sumri.

LANDSLIÐIN á vegum Körfuknattleikssambands Íslands standa í ströngu í sumar en alls munu þau þá leika 60 landsleiki sem er metfjöldi á vegum KKÍ á einu sumri. Yfir 100 körfuknattleiksmenn og -konur verða á æfingum með þeim sex landsliðum sem verða í gangi í sumar enda verkefnin mörgog fer fjölgandi á næsta ári þegar yngri landsliðin taka þátt í Evrópukeppni landsliða.

*A-landslið karla mun spila samtals 14 leiki í ár, 11 í sumar og 3 leiki í undankeppni Evrópumótsins í haust.

*A-landslið kvenna hefur sjaldan fengið fleiri verkefni á einu ári en liðið spilar samtals 12 leiki.

*U-18 ára landslið karla og kvenna taka þátt í Norðurlandamóti og spilar hvort lið um sig fjóra leiki. Þjálfari karlaliðsins er Einar Árni Jóhannsson en kvennaliðið er undir stjórn Hlyns Skúla Auðunssonar.

*U-16 ára landslið karla og kvenna taka sömuleiðis þátt í Norðurlandamóti þar sem þau spila fjóra leiki og þá spila þau níu leiki í Evrópukeppni landsliða. Norðurlandamótið hjá karla- og kvennaliðunum fer fram í Svíþjóð í maí og í ágúst leikur karlaliðið Evrópukeppninni sem haldið verður á Englandi 5.-15. ágúst. Kvennaliðið heldur til Eistlands og spilar í Evrópukeppninni 30. júlí til 8. ágúst. Benedikt Guðmundsson er þjálfari karlaliðsins en Henning Freyr Henningsson þjálfar kvennaliðið.