Lýkur námi | Burtfararprófstónleikar Maríu Podhajska verða haldnir í sal Tónlistarskólans á Akureyri að Hvannavöllum 14 í dag, föstudaginn 30. apríl kl. 18. Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir J.S. Bach, H. Wieniawski og L.van Beethoven.
Lýkur námi | Burtfararprófstónleikar Maríu Podhajska verða haldnir í sal Tónlistarskólans á Akureyri að Hvannavöllum 14 í dag, föstudaginn 30. apríl kl. 18.

Á efnisskrá tónleikanna eru m.a. verk eftir J.S. Bach, H. Wieniawski og L.van Beethoven. Kennari Maríu síðustu árin hefur verið Anna Podhajska. Meðleikari á tónleikunum er Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari en einnig kemur Sigurður Helgi Oddsson fram á tónleikunum.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.