NÝLEGA barst St. Jósefsspítala í Hafnarfirði gjöf frá Kvenfélagi Bessastaðahrepps. Um er að ræða tæki til að nota við aðgerðir við kvensjúkdómum.

NÝLEGA barst St. Jósefsspítala í Hafnarfirði gjöf frá Kvenfélagi Bessastaðahrepps. Um er að ræða tæki til að nota við aðgerðir við kvensjúkdómum. Tækni þessi er ný og felur í sér að hægt er að greina og lækna sjúkdóma í legholi á einfaldari og öruggari hátt en áður hefur tíðkast, segir í fréttatilkynningu.

Á myndinni eru: Gunnar Herbertsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Benedikt Sveinssson, Sigrún Sigurðardottir, María Sveinsdóttir og Hjördís Árnadóttir.