Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58, á morgun, laugardaginn 1. maí, kl. 14-18. Allur ágóði rennur til kristniboðsins.
Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58, á morgun, laugardaginn 1. maí, kl. 14-18. Allur ágóði rennur til kristniboðsins. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu og fagnar hundrað ára afmæli sínu í haust.

Opið hús í MÍR. Opið hús verður í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, 1. maí, á baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins, kl. 14 hefst kaffisala sem stendur til kl. 17. Kl. 15-17 verður kvikmyndasýning í bíósal. Sýndar verða rússneskar teiknimyndasyrpur. Í anddyri verður efnt til hlutaveltu.

Femínistafélagið heldur fund 1. maí að lokinni kröfugöngu. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Reykjavík kl. 15. Erindi flytja:

Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands,

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla Íslands.

Fundarstjóri verður Hildur Fjóla Antonsdóttir.

Sumarmálahátíð Líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 16, Reykjavík, 2. hæð, á morgun, laugardaginn 1. maí, og hefst hátíðin kl. 16. Fjölbreytt dagskrá, séra Hans Markús Hafsteinsson flytur ávarp, Tangósveit Lýðveldisins skemmtir og einnig félagar úr Félagi harmonikuunnenda á Suðurnesjum, fjöldasöngur o.fl. Að venju verður borinn fram matur, þrírétta.

Samfylkingin býður þátttakendum í 1. maí-hátíðahöldunum í Reykjavík í opið hús á Hótel Borg strax eftir gönguna og útifundinn á Ingólfstorgi. Á dagskrá eru stutt ávörp auk almenns spjalls og veitinga Borgarinnar, Jóna Einarsdóttir sér um undirleik á harmónikku. Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður SffR, Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi, Andrés Jónsson formaður Ungra jafnaðarmanna og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segja nokkur orð í tilefni dagsins. Gestgjafi á samkomunni er Helgi Hjörvar alþingismaður. Fyrir hinu opna húsi standa Samfylkingafélagið í Reykjavík (SffR) og UJ í Reykjavík.