Simon Cowell vonast til að undarleg úrslit í síðustu Idol-keppni hristi upp í þeim sem ekki hafa nennt að greiða atkvæði til þessa.
Simon Cowell vonast til að undarleg úrslit í síðustu Idol-keppni hristi upp í þeim sem ekki hafa nennt að greiða atkvæði til þessa. — Reuters
SIMON Cowell dómari í bandarísku Idol-Stjörnuleitinni vísar á bug yfirlýsingu Sir Eltons Johns um að atkvæðagreiðsla bandarískra sjónvarpsáhorfenda sé lituð af kynþáttafordómum.

SIMON Cowell dómari í bandarísku Idol-Stjörnuleitinni vísar á bug yfirlýsingu Sir Eltons Johns um að atkvæðagreiðsla bandarískra sjónvarpsáhorfenda sé lituð af kynþáttafordómum.

Sir Elton lét þá yfirlýsingu falla eftir að Jennifer Hudson, sem margir höfðu spáð sigri, lenti neðst í símakosningu áhorfenda og féll úr leik. Hudson er svört, rétt eins og þær Fantasia Barrino og La Toya London sem sluppu naumlega við að falla úr leik. Allar höfðu hins vegar verið taldar sigurstranglegar af dómurum í keppninni og blaðamönnum vestra.

Cowell segir hins vegar að brotthvarf Hudson hafi hrist rækilega upp í keppninni, nokkuð sem mikil þörf hafði verið á.

Yfir 20 milljónir atkvæða bárust í gegnum síma til hlutlauss fyrirtækis heldur utan um kosninguna.

Cowell gaf þessa skýringu á niðurstöðunum: "Það eru bara svo margir óvirkir áhorfendur sem kvarta stöðugt undan úrslitunum en dettur samt aldrei í hug að taka upp tólið eða senda textaskeyti."

Cowell er sannfærður um að þessi óvæntu úrslit eigi eftir að hreyfa við þessu fólki og hann segist hafa á tilfinningunni að um 5-6 milljónir nýrra kjósenda eigi eftir að bætast við og að það muni hjálpa betri söngvurunum í keppninni.

"Ég spái því að La Toya og Diana nái alla leið og verði í tveimur efstu sætunum ...en það eru bara mínir spádómar um hvernig Ameríka mun velja. Ef hæfileikinn réði vali fólksins myndu La Toya og Fantasia bítast um sigurinn, en ég er samt hræddur um að það sé bara ekki tilfellið."