* ÁKVEÐIÐ hefur verið hvaða tveir erlendir kylfingar koma á Canon PRO/AM mót Nýherja í sumar. Það verða Trevor Immelman , 25 ára Suður-Afríkumaður og Tony Johnstone frá Zimbawe , gamall refur í faginu sem gerðist atvinnumaður 1979 og er nú í 176.

* ÁKVEÐIÐ hefur verið hvaða tveir erlendir kylfingar koma á Canon PRO/AM mót Nýherja í sumar. Það verða Trevor Immelman , 25 ára Suður-Afríkumaður og Tony Johnstone frá Zimbawe , gamall refur í faginu sem gerðist atvinnumaður 1979 og er nú í 176. sæti í Evrópu en var í sjöunda þegar best lét árið 1992. Mótið verður að venju haldð á Hvaleyrarholtsvelli hjá Keili og að þessu sinni mánudaginn 26. júlí.

* IMMELMAN hefur verið á fínni siglingu síðustu misserin og vann til dæmis það afrek í fyrra að sigra á einu móti í evrópsku mótaröðinni. Hann er nú í 19. sæti á styrkleikalista Evrópu og hafði tæplega 100 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé á síðasta ári.

*SNORRI Sturluson, fyrrum íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Sýn, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands í stað Péturs Hrafns Sigurðssonar sem lætur af störfum á næstunni. Snorri hefur störf í dag og sækir ársþing KKÍ sem haldið verður á Selfossi um helgina.

*HRAFNHILDUR Eysteinsdóttir , kylfingur úr GR , fór holu í höggi á sjöundu braut El Rompido golfvallarsins á Spáni , en þar var hún í golfferð með Úrvali-Útsýn. Hrafnhildur náði draumahögginu 19. apríl og var fyrst til að fara holu í höggi á þessum velli, sem opnaði í október.

* SAM Allardyce , stjóri Bolton , segist vonsvikinn yfir því að ekki hafi enn tekist að fá niðurstöðu varðandi Rivaldo , hvort hann kemur til félagsins eður ei. Rivaldo hélt til Brasilíu í vikunni án þess að ganga frá málinu. "Þetta þýðir væntanlega að það er enn von að við krækjum í hann," sagði Allardyce og bætti við að málið yrði að skýrast á allra næstu dögum.

* JACQUES Santini , landsliðþjálfari Frakka , sagði í gær að hann væri til í að slá metið í að synda yfir Ermasund ef hann fengi eins góð laun og Sven-Göran Eriksson , landsliðsþjálfari Englendinga . "Ef mér yrði boðið starf hans og laun hefði ég ekki tíma til að bíða eftir lestinni til Bretlands , heldur myndi ég synd strax yfir sundið," sagði sá franski.

* SANTINI neitaði því hins vegar að hann væri á leið til Tottenham eftir EM í sumar. "Ég hef oft sagt að mig langi til að þjálfa í öðru landi og England fellur þar undir. En ég hef aldrei sagt að ég sé að taka við einhverju liði þar," sagði Santini.

* IVAN Klasnic , sóknarmaður Werder Bremen, toppliðsins í Þýskalandi, verður væntanlega ekki með í leik liðsins við HSV í þýsku deildinni um helgina. Klasnic meiddist á ökla í leik Króatíu og Makedóníu í fyrrakvöld en þar gerði Klasnic eina mark leiksins sem Króatía vann 1:0.