Baltasar
Baltasar
BALTASAR Kormákur er nýskipaður formaður kvikmyndaframleiðendafélagsins SÍK og tekur við af Ara Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarið ár.
BALTASAR Kormákur er nýskipaður formaður kvikmyndaframleiðendafélagsins SÍK og tekur við af Ara Kristinssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarið ár. Aðalfundur félagsins var haldinn á miðvikudaginn var og þar var jafnframt kjörin ný stjórn en hana skipa eftirtaldir: Baltasar Kormákur , formaður; Kristín Atladóttir , gjaldkeri; Skúli Malmquist , ritari, Friðrik Þór Friðriksson og Páll Baldvin Baldvinsson , meðstjórnendur. Varamenn voru kjörin Hjálmtýr Heiðdal og Ásthildur Kjartansdóttir . Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum Land og synir, www.logs.is.

Framleiðendafélagið SÍK er samband íslenskra félaga og fyrirtækja, sem framleiða allar tegundir kvikmynda. Tilgangur félagsins er að efla íslenska kvikmyndagerð, gæta hagsmuna og réttar kvikmyndaframleiðenda auk þess að stuðla að dreifingu íslenskra kvikmynda. Félagið var sett á laggirnar árið 2000 með sameiningu Sambands Íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Framleiðendafélagsins. Félagið á fulltrúa í stjórnum upplýsingaþjónustu MEDIA, Innheimtumiðstöðvar gjalda IHM og Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, auk Kvikmyndaráðs og er meðlimur í FIAP og ACCICOA...