ÍBÚUM Seltjarnarness voru í gærkvöld kynntar hugmyndir að deiliskipulagi á síðustu byggingarlóðunum í bænum, en þar eru uppi hugmyndir um að reisa íbúðarhúsnæði fyrir 450 til 500 íbúa. Skipulagið nær til tveggja svæða, Hrólfskálamels og Suðurstrandar.

ÍBÚUM Seltjarnarness voru í gærkvöld kynntar hugmyndir að deiliskipulagi á síðustu byggingarlóðunum í bænum, en þar eru uppi hugmyndir um að reisa íbúðarhúsnæði fyrir 450 til 500 íbúa.

Skipulagið nær til tveggja svæða, Hrólfskálamels og Suðurstrandar. Myndin sýnir hornið á Nesvegi og Suðurströnd, þar sem verslun Bónuss stendur í dag, séð frá suðaustri, en myndina unnu Hornsteinar arkitektar ehf., Schmidt, Hammer & Lassen og VSÓ ráðgjöf. Hugmyndir hönnuðanna eru að hafa blandaða byggð auk knattspyrnuvallar á Hrólfskálamel, en eingöngu íbúðabyggð á Suðurströnd.