Frumvarpi fagnað | Á fundi hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar þann 15. apríl sl. var fjallað um frumvarp til breytinga á lögum um búnaðarfræðslu.

Frumvarpi fagnað | Á fundi hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar þann 15. apríl sl. var fjallað um frumvarp til breytinga á lögum um búnaðarfræðslu. Í kjölfar umræðu um málið, sem var mjög jákvæð, var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar fagnar framkomnu frumvarpi um breytingar á lögum um búnaðarfræðslu nr 57/1999, með síðari breytingum. Með frumvarpinu er enn frekar varðaður sá vegur að treysta Hvanneyri í sessi sem miðstöð fræða og rannsókna í íslenskum landbúnaði. Sveitarstjórn heitir því að vinna hér eftir sem hingað til með Landbúnaðarháskólanum og landbúnaðarráðuneytinu við uppbyggingu staðarins þannig að hann geti með sóma tekið við þeirri starfsemi sem honum er ætlað.