Litla stúlkan með flétturnar er nú orðin stór og komin með sína eigin fjölskyldu.
Litla stúlkan með flétturnar er nú orðin stór og komin með sína eigin fjölskyldu.
AÐDÁENDUR hinna fornfrægu þátta Húsið á Sléttunni ættu að kætast því í kvöld verður sýnd myndin Stúlkan á sléttunni en hún fjallar um afdrif hinnar hugljúfu Láru Ingalls úr þáttunum.

AÐDÁENDUR hinna fornfrægu þátta Húsið á Sléttunni ættu að kætast því í kvöld verður sýnd myndin Stúlkan á sléttunni en hún fjallar um afdrif hinnar hugljúfu Láru Ingalls úr þáttunum. Í Húsinu á sléttunni var sögð saga landnemanna Charles og Caroline Ingalls og dætra þeirra þriggja sem setjast að á sléttunum í vesturhluta Bandaríkjanna og heyja þar harða lífsbaráttu. Lára var ein aðalpersónan í þáttunum og var sagan oft sögð út frá sjónarhorni hennar.

Þættirnir voru sýndir í sjónvarpi í níu ár og voru geysivinsælir, m.a. hér á landi þar sem þeir héldu stórum hluta þjóðarinnar föngnum fyrir framan skjáinn á hverjum sunnudegi. Töffurum þótti þátturinn hins vegar helst til væminn og kölluðu hann Grenjað á gresjunni...

Stúlkan á sléttunni er á dagskrá Sjónvarpsins kl. 20.10.