Þetta er þakíbúð á tveimur hæðum, 291,3 ferm. að stærð, ásamt tveimur stæðum í bílageymslu. Ásett verð er 59 millj. kr., en íbúðin er til sölu hjá Miðborg.
Þetta er þakíbúð á tveimur hæðum, 291,3 ferm. að stærð, ásamt tveimur stæðum í bílageymslu. Ásett verð er 59 millj. kr., en íbúðin er til sölu hjá Miðborg.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kópavogur - Fasteignasalan Miðborg er með í sölu þakíbúð (penthouse) í Salahverfi í Kópavogi. Íbúðin sem er á tveimur hæðum, er 291,3 ferm. ásamt tveimur stæðum í bílageymslu.
Kópavogur - Fasteignasalan Miðborg er með í sölu þakíbúð (penthouse) í Salahverfi í Kópavogi. Íbúðin sem er á tveimur hæðum, er 291,3 ferm. ásamt tveimur stæðum í bílageymslu.

"Þetta er ein glæsilegasta þakíbúð landsins með stórkostlegu útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið og til fjalla," segir Magnús Helgason hjá Miðborg. "Íbúðin skiptist þannig að á neðri hæð eru stofa, eldhús, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, og þvottahús. Á efri hæð eru stofa, baðherbergi og svefnherbergi.

Komið er inn í hol á neðri hæð, en þar er gólf lagt granítflísum og parketi. Stofan er björt og rúmgóð og parketlögð. Eldhúsið sem er opið inn í stofuna er lagt með granítflísum á gólfi. Í eldhúsi er sérsmíðuð innrétting úr kirsuberjaviði, eyja með glæsilegum háfi yfir, granítborðplötum, fullkomnum tækjum, m.a. gaseldavél, tvöföldum ísskáp og mósaíkflísum milli skápa.

Úr eldhúsi er gengið út á suðursvalir. Þvottahús er sér á hæðinni með innréttingu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum, kirsuberjainnréttingum, baðkari og tvöföldum sturtuklefa með gufubaði.

Svefnherbergin á þessari hæð eru fjögur og parketlögð. Hjónaherbergið er 24 ferm. og með vestursvölum. Inn af herberginu er fataherbergi með skápum sem ná upp í loft og glæsilegt baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf með dökkum flísum, innréttingu og sturtuklefa. Sjónvarpshol er parketlagt og með mikilli lofthæð. Allar hurðir eru sérsmíðaðar og ná upp í loft. Halogenlýsing er í loftum, veggjum og í gólfi.

Á efri hæð er gengið upp parketlagðan, steyptan stiga. Stofan þar er parketlögð og með fallegum arni, bar úr kirsuberjaviði og litlum svölum til vesturs. Úr stofu er einnig gengið út á um 40 ferm. svalir sem eru með miklu útsýni til suðurs og vesturs. Á svölunum er fullkominn nuddpottur.

Einnig er parketlagt svefnherbergi á efri hæðinni og glæsilegt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu og innbyggðum sturtuklefa. Geymsla fylgir í kjallara.

Innanhússhönnuður var Pétur Birgisson, en öll lýsing er frá Lúmex og lýsingu á efri hæð er stjórnað með fjarstýringu. Ásett verð er 59 millj. kr.