Sú var tíðin að sjálfsagt þótti að konur ættu sér veglegt snyrtiborð, með skúffum fyrir tæki og tól sem þurfti til ondúleringa; burstasett, ilmvatnsglös, púðurdósir og annað fínt, fínt. Og svo voru skúffur fyrir fín nærföt og náttföt, allt svo kvenlegt.

Sú var tíðin að sjálfsagt þótti að konur ættu sér veglegt snyrtiborð, með skúffum fyrir tæki og tól sem þurfti til ondúleringa; burstasett, ilmvatnsglös, púðurdósir og annað fínt, fínt. Og svo voru skúffur fyrir fín nærföt og náttföt, allt svo kvenlegt.

Enn er hægt að finna slíka eðalgripi og er eitt þannig snyrtiborð til í Antíkhúsinu. Borðið er frá tímabilinu 1860 til 1880 og kemur frá Danmörku. Viðurinn í því er hnota og höldurnar eru úr messing. Að sjálfsögu er bakið úr hreinum viði, þar sem ekki var farið að nota krossvið á þessum tíma.