Húsið er 320,7 ferm. með innbyggðum bílskúr, sem er um 60 ferm. Óskað er eftir tilboðum, en húsið er til sölu hjá Höfða.
Húsið er 320,7 ferm. með innbyggðum bílskúr, sem er um 60 ferm. Óskað er eftir tilboðum, en húsið er til sölu hjá Höfða.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Höfði er nú með í sölu glæsilegt 320,7 ferm. einbýlishús við Víðivang 22 í Hafnarfirði. "Húsið stendur á bezta stað við hraunjaðarinn í Norðurbæ Hafnarfjarðar," segir Guðmundur Karlsson hjá Höfða í Hafnarfirði.

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Höfði er nú með í sölu glæsilegt 320,7 ferm. einbýlishús við Víðivang 22 í Hafnarfirði. "Húsið stendur á bezta stað við hraunjaðarinn í Norðurbæ Hafnarfjarðar," segir Guðmundur Karlsson hjá Höfða í Hafnarfirði.

Bílskúrinn er tvöfaldur með góðu geymslulofti. Svalir og verönd eru meðfram allri efri hæðinni og mikil lofthæð á efri hæðinni gerir öll rými opin og björt.

Í kjallara er í dag góð 2ja herb. íbúð en lítið mál væri að opna aftur á milli. Stórkostlegt útsýni er til sjávar og sveita, en engin byggð er fyrir aftan húsið. Lóðin er blanda af hraunlóð, grasi og sólarverönd. Innréttingar eru úr aski og sama áferð á öllu tréverki.

Við efri hæð, sem er götuhæð, er bílaplan með hitalögn og þar er tvöfaldur um 60 ferm. bílskúr með mikilli lofthæð, háum hurðum og einangruðu hillulögðu geymslulofti. Á efri hæð er ennfremur anddyri með skáp, gestasalerni, stofa, borðstofa, arinn og sjónvarpsrými, eldhús, búr, þvottahús, hjónaherbergi með góðum skápum, baðherbergi og tvö barnaherbergi. Parket er á gólfum, en flísar í forstofu, eldhúsi, baði og þvottahúsi.

Á neðri hæð er sérinngangur, anddyri með skáp, sjónvarpsrými, eldhús, stofa, herbergi, mjög rúmgott baðherbergi, þar sem gert er ráð fyrir gufu, stórt rými, sem má skipta í tvennt, stór geymsla og leikhorn er við stigann upp á efri hæð.

Húsið hefur alltaf verið í eigu sömu eigenda og fengið mjög gott viðhald.

"Mikil framsýni og nákvæmni í hönnun sem og klassískt yfirbragð gerir þetta hús að einstöku húsi á einstökum stað, en arkitekt að húsinu var Óli G. H. Þórðarson og innanhússarkitekt Lovísa Christiansen," sagði Guðmundur Karlsson að lokum. Óskað er eftir tilboðum í húsið.