VR fyrir hvern? VR hefur eins og margir vita gefið út svokallaðar orlofsávísanir um nokkurt skeið. Á síðasta ári skilaði atvinnurekandi minn ekki inn félags- og lífeyrisgjöldum eins og vera ber.

VR fyrir hvern?

VR hefur eins og margir vita gefið út svokallaðar orlofsávísanir um nokkurt skeið. Á síðasta ári skilaði atvinnurekandi minn ekki inn félags- og lífeyrisgjöldum eins og vera ber.

Þegar líða tók á síðasta sumar fór ég að undrast af hverju ég fékk ekki senda mína ávísun. Hafði ég samband við VR þar sem ég fékk þær upplýsingar að þar sem engar greiðslur hefðu komið fengi ég engar ávísanir, sem er rökrétt. Mér var tjáð að kæmi ég með launaseðla sem sýndu fram á greiðslur til VR væri málið afgreitt, sem ég og gerði.

Nú tjáir starfsmaður VR mér að þar sem ég hafi ekki nýtt mér ávísunina í fyrra(sem aldrei var gefin út) fái ég ekki nema helming upphæðarinnar. Halló. Mér var aldrei gefinn kostur á neinni ávísun og finnst mér sem stórlega sé á mér brotið þótt ekki sé um mikla upphæð að ræða.

VR er mitt hagsmunagæslufélag, en í þessu tilfelli er það að refsa mér fyrir slóðahátt atvinnurekandans. Ákvörðunin var borin undir formanninn og bið ég hann að svara þessu með rökum.

Kveðja,

Ósáttur félagsmaður.

Of þung símaskrá

ÉG er sammála konunni sem skrifaði í Velvakanda sl. fimmtudag um að símaskráin sé of þung fyrir marga. Það eru meira en 6 ár síðan ég fór að skera símaskrána mína í parta til að ráða við hana. En nú er ég það kraftlítil vegna veikinda að ég treysti mér ekki til þess og varð að biðja utanaðkomandi karlmann að rífa hana í nokkra parta. Hann átti fullt í fangi með það.

Ég vona að í framtíðinni verði tekið tillit til allra þegar stærð símaskrárinnar verður ákveðin.

Elísabet.

Egó-vinningar

NÚ á dögunum hóf fyrirtækið Egó bensínsölu. Lofuðu þeir Egó-liðar að hugsanlega gæti maður fengið vinning á útprentaðri kvittun eftir að hafa dælt bensíni. Vinninga á borð við pitsu eða bíómiða.

Nema hvað nú hef ég ítrekað ekki getað fengið útprentaða kvittun eftir að hafa dælt bensíni á þeirra bensínstöð. Vil ég því benda starfsmönnum Egó á að laga þetta.

Ólafur Þórisson,

kt. 280583-5459.

"Orginalar"

ÞETTA eru oft bráðskemmtilegar og fyndnar manneskjur, skrafhreifnar, upprunalegar, frumlegar og öðruvísi en flestir aðrir. Þar sem flestir eru nú steyptir í sama mót er synd að "orginölum" er sífellt að fækka og búa nú frekar á landsbyggðinni en í þéttbýli.

Þetta fólk fer sínar eigin leiðir og er ekkert hversdagsfólk, heldur sérvitringar vegna óvenjulegs hátternis og talanda og þurfum við að leggja rækt við þessa einstaklinga.

Páll G. Hannesson.

Stór gullkross í óskilum

GULLKROSS, stór og mikill með áletruninni Frá Sigga afa, fannnst fyrir alllöngu í Suðurhrauni 4, Garðabæ. Upplýsingar í síma 5556700, Hörður.

Gleraugu týndust

GLERAUGU týndust í Laugardalshöll 25. júní síðastliðinn. Skilvís finnandi hafi samband í síma 8216518.