TVÖ heimsmet voru sett á frjálsíþróttamóti í Grikklandi í gærkvöld. Svetlana Feofanova vippaði sér yfir 4,88 metra í stangarstökki og landa hennar, Gulnara Samitova, bætti eigið heimsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi um nærri sjö sekúndur, 9.

TVÖ heimsmet voru sett á frjálsíþróttamóti í Grikklandi í gærkvöld. Svetlana Feofanova vippaði sér yfir 4,88 metra í stangarstökki og landa hennar, Gulnara Samitova, bætti eigið heimsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi um nærri sjö sekúndur, 9.01,59 mínútur.

Landa Feofanovu, Jelena Isinbajeva, sem átti metið, 4,87 metra, varð önnur í stangarstökkinu og stökk 4,65 ásamt Önnu Rogowsku frá Póllandi.

Þórey Edda Elísdóttir var meðal keppenda en náði sér ekki á strik, varð í tólfta og síðasta sæti með 4,15 metra.