VILBORG Jóhannsdóttir hafnaði í 10. sæti og Kristín Ólafsdóttir í 19. sæti í einstaklingskeppni 2. deildar Evrópubikarsins í sjöþraut kvenna sem fram fór í Riga í Lettlandi um helgina. Vilborg fékk 4.809 stig og Kristín 4.576 en keppendur voru 28...

VILBORG Jóhannsdóttir hafnaði í 10. sæti og Kristín Ólafsdóttir í 19. sæti í einstaklingskeppni 2. deildar Evrópubikarsins í sjöþraut kvenna sem fram fór í Riga í Lettlandi um helgina. Vilborg fékk 4.809 stig og Kristín 4.576 en keppendur voru 28 talsins.

Sigurvegarinn, Austra Skujyte frá Litháen, fékk 6.073 stig og Anzhela Astrochhanka frá Tyrklandi varð önnur með 5.946 en þær voru í nokkrum sérflokki á mótinu. Ísland var ekki með í liðakeppninni, til þess þurfti fjóra keppendur frá viðkomandi landi, en þar sigraði lið Tyrklands.