Myndin er tekin af Veraldarvinum á kveðjustundu, en þau voru frá alls sjö þjóðlöndum úr nokkrum heimsálfum.
Myndin er tekin af Veraldarvinum á kveðjustundu, en þau voru frá alls sjö þjóðlöndum úr nokkrum heimsálfum. — Morgunblaðið/Kristbjörg
HÓPUR sjálfboðaliða frá alþjóðasamtökunum World Friends hefur dvalið á Kópaskeri undanfarið. Öxarfjarðarhreppur sá hópnum fyrir fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi og starfsmaður hreppsins, Sveinn Þórður Þórðarson, fylgdi þeim um svæðið.

HÓPUR sjálfboðaliða frá alþjóðasamtökunum World Friends hefur dvalið á Kópaskeri undanfarið. Öxarfjarðarhreppur sá hópnum fyrir fæði og húsnæði gegn vinnuframlagi og starfsmaður hreppsins, Sveinn Þórður Þórðarson, fylgdi þeim um svæðið.

Sjálfboðaliðarnir, ellefu hress ungmenni, eru frá 7 löndum, það er frá Finnlandi, Noregi, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum, Suður-Kóreu og hópstjórinn Oscar Uscátegui frá Kólumbíu.

Sjálfboðaliðarnir hreinsuðu fjörur við Kópasker og stikuðu gönguleiðir en einnig unnu þau í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þá buðu þau heimamönnum á alþjóðakvöld í skólahúsinu þar sem þau kynntu starfsemi Veraldarvina, einn úr hópnum lék á franska sekkjapípu, og sagan um Rauðhettu var flutt á átta tungumálum.

Aðspurð létu þau vel af veru sinni á Kópaskeri, þau tóku þátt í hátíðarhöldum 17. júní með íbúum við Öxarfjörð og fóru í skoðunarferð í Mývatnssveit.

Kópaskeri. Morgunblaðið