ELLEFU félög og netmiðlar fagna því að mótmælum íslenskra yfirvalda vegna brota á mannréttindum fanga í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo-flóa á Kúbu, hefur verið komið formlega á framfæri við fulltrúa Bandaríkjanna, en þessir aðilar skoruðu á...

ELLEFU félög og netmiðlar fagna því að mótmælum íslenskra yfirvalda vegna brota á mannréttindum fanga í herstöð Bandaríkjamanna í Guantanamo-flóa á Kúbu, hefur verið komið formlega á framfæri við fulltrúa Bandaríkjanna, en þessir aðilar skoruðu á ríkisstjórn Íslands þann 27. maí að mótmæla mannréttindabrotunum.

Hvetja þeir nú íslensk yfirvöld til að beita áhrifum sínum á alþjóðavettvangi á eins afgerandi hátt og kostur er og hvetja önnur ríki til að mótmæla mannréttindabrotum fanganna í Guantanamo.

Félögin og netmiðlarnir eru: ASÍ, BSRB, Deiglan.com, Íslandsdeild Amnesty International, Múrinn, Sellan, Skoðun, Tíkin, Ung frjálslynd, Ung vinstri græn og Ungir jafnaðarmenn.