* Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu lauk í gær. Þar eru mótshaldarar einnig ósáttir við að greiða löggæslukostnaðinn.
* Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu lauk í gær. Þar eru mótshaldarar einnig ósáttir við að greiða löggæslukostnaðinn. Að sögn Lárusar Dags Pálssonar, framkvæmdastjóra mótsins, er búið að greiða 2,7 milljónir króna sem tryggingu, sem rennur út í september. Lárus útilokar ekki að landsmótsmenn fari fram á endurgreiðslu, það sé í verkahring ríkisins að fjármagna störf lögreglunnar, hvar á landinu sem er. Segist Lárus styðja málflutning UMFÍ vegna landsmóta sinna.