UNGLINGALANDSLIÐ kvenna í handknattleik, U19, vann öruggan sigur á Sviss, 30:21, í síðasta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Gautaborg á laugardaginn. Íslenska liðið tryggði sér þar með þriðja sætið á mótinu.

UNGLINGALANDSLIÐ kvenna í handknattleik, U19, vann öruggan sigur á Sviss, 30:21, í síðasta leik sínum á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Gautaborg á laugardaginn. Íslenska liðið tryggði sér þar með þriðja sætið á mótinu.

Danir fengu 10 stig, Norðmenn 8, Íslendingar 6, Svíar 4, Austurríkismenn 2 og Svisslendingar ekkert stig. Danmörk sigraði Noreg, 35:23, í úrslitaleik mótsins á laugardaginn. Íslenska liðið tapaði með aðeins fjórum mörkum gegn því danska í annarri umferð mótsins.

Piltarnir í U-20 ára landsliði Íslands luku einnig keppni í þriðja sæti á alþjóðlega mótinu Swedish Trophy, sem líka lauk í Gautaborg á laugardag. Þeir unnu Letta, 32:25, í síðasta leik sínum. Þjóðverjar unnu mótið með 8 stig, Svíar fengu líka 8 stig, Íslendingar 6, Norðmenn og Egyptar 4 stig en Lettar ráku lestina, án stiga.