MILAN Baros, sóknarmaðurinn kröftugi frá Tékklandi, varð markakóngur Evrópukeppninnar í Portúgal með 5 mörk. Hann skoraði í fjórum fyrstu leikjum Tékka en náði ekki frekar en landar hans að brjóta vörn Grikkja á bak aftur í undanúrslitunum.

MILAN Baros, sóknarmaðurinn kröftugi frá Tékklandi, varð markakóngur Evrópukeppninnar í Portúgal með 5 mörk. Hann skoraði í fjórum fyrstu leikjum Tékka en náði ekki frekar en landar hans að brjóta vörn Grikkja á bak aftur í undanúrslitunum.

"Eftir nokkra daga verð ég kannski ánægður með að hafa orðið markahæsti leikmaður keppninnar, en ég á enn sem komið er erfitt með að gleðjast yfir því. Vonbrigðin yfir því að komast ekki í úrslitaleikinn eru svo mikil, og markakóngstitillinn getur ekki bætt þau upp," sagði Milan Baros, sem leikur með enska liðinu Liverpool.