Skip Þörungaverksmiðjunnar hf., m/b Karlsey, við þangöflun við Bæjarnes í Kollafirði fyrir skömmu.
Skip Þörungaverksmiðjunnar hf., m/b Karlsey, við þangöflun við Bæjarnes í Kollafirði fyrir skömmu. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
ÞANGSKURÐUR hefur gengið vel það sem af er árinu að sögn Halldórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Þörungavinnslunnar hf. Í fyrra voru slegin rúmlega 18.000 tonn af þangi, sem var met, og reiknað er með svipuðu magni á þessu ári.

ÞANGSKURÐUR hefur gengið vel það sem af er árinu að sögn Halldórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Þörungavinnslunnar hf. Í fyrra voru slegin rúmlega 18.000 tonn af þangi, sem var met, og reiknað er með svipuðu magni á þessu ári.

Að sögn Halldórs hefur gengið vel undanfarin ár og nú er svo komið að framleiðsla fyrirtækisins annar ekki eftirspurn.

"Við erum bjartsýnir í kjölfar árangurs undanfarinna ára og sjáum fram á að geta gert fyrirtækið enn sterkara," segir Halldór Sigurðsson.

Klóþang er skorið við sjávarmál og er notaður sérstakur sláttuprammi sem er í eigu verksmiðjunnar. Þangsláttuvertíð hefst á vorin og stendur fram á haust, slátturinn er háður tíðarfari og sjávarföllum. Á vetrarmánuðum á sér stað framleiðsla á mjöli úr hrossaþara og er hann tekinn með þar til gerðum plóg á skipi verksmiðjunnar, m/b Karlsey. Meira en 95% af framleiðslunni er til útflutnings og helstu markaðir eru Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Japan og Taívan en mest af framleiðslu fyrirtækisins, eða 40%, fer til Skotlands.