AÐ LOKNUM fundi ríkisstjórnar upplýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra fréttamenn um að hann hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, um breytingar á frumvarpinu. Það hefði verið "sjálfsögð kurteisi".

AÐ LOKNUM fundi ríkisstjórnar upplýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra fréttamenn um að hann hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, um breytingar á frumvarpinu. Það hefði verið "sjálfsögð kurteisi".

Fundur ríkisstjórnar stóð í tæpan klukkutíma og að honum loknum héldu ráðherrar á þingflokksfundi, sem hófust klukkan 19. Allir ráðherrar voru mættir, utan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem er á leiðinni heim frá Kína. Langflestir þingmanna Framsóknarflokksins voru á fundinum í gærkvöld, en nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fjarverandi í gær.