— AP
GRIKKLAND varð í gærkvöld Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti eftir sigur á Portúgal, 1:0, í úrslitaleik í Lissabon.
GRIKKLAND varð í gærkvöld Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti eftir sigur á Portúgal, 1:0, í úrslitaleik í Lissabon. Sigur Grikkja kemur gríðarlega á óvart því þeir voru ekki taldir líklegir til afreka þegar úrslitakeppnin hófst, enda höfðu þeir þá aldrei unnið leik á stórmóti, hvorki í úrslitum í Evrópukeppni né heimsmeistarakeppni. Þeir skákuðu Spánverjum, Frökkum, Tékkum og loks Portúgölum og stóðu uppi sem sigurvegarar. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið á 57. mínútu og fögnuður Grikkja var einlægur í lok leiksins.