VONIR glæddust í gær um að bandarískur landgönguliði, sem er í haldi uppreisnarmanna í Írak, væri enn á lífi, en samkvæmt óstaðfestum fyrri fregnum hafði hann verið hálshöggvinn.

VONIR glæddust í gær um að bandarískur landgönguliði, sem er í haldi uppreisnarmanna í Írak, væri enn á lífi, en samkvæmt óstaðfestum fyrri fregnum hafði hann verið hálshöggvinn. Íraska bráðabirgðastjórnin undirbjó í gær að veita sakaruppgjöf uppreisnarmönnum sem ekki hafa mikið til saka unnið.

Átök héldu áfram víða í Írak um helgina. Paul Bremer, fyrrverandi landstjóri í Írak, sagði í gær að ekki væri við því að búast að réttarhaldið yfir Saddam Hussein yrði til þess að úr uppreisnarárásum drægi.

Bagdad. AFP.