— Morgunblaðið/Jim Smart
JAFNINGJAFRÆÐSLAN leggur upp í árlega hringferð sína í dag og mun ferðin standa til 9. júlí. Alls verða fimmtán bæjarfélög sótt heim. Helstu styrktaraðilar ferðarinnar eru Esso, Actavis, Hekla og VÍS.

JAFNINGJAFRÆÐSLAN leggur upp í árlega hringferð sína í dag og mun ferðin standa til 9. júlí. Alls verða fimmtán bæjarfélög sótt heim. Helstu styrktaraðilar ferðarinnar eru Esso, Actavis, Hekla og VÍS.

Leiðbeinendur Jafningjafræðslunnar öttu kappi við markaðs- og framkvæmdastjóra Heklu, Esso og Actavis í knattspyrnu í gær í tilefni ferðarinnar. Leikurinn fór fram á gervigrasvellinum við Austurbæjarskóla. Þrátt fyrir mikla baráttu liðsmanna Jafningjafræðslunnar höfðu markaðs- og framkvæmdastjórarnir sigur, 7:4.