Þau Roland Dannecker og Simone Otte voru ánægð með verslunina á  markaðstorginu á landsmótinu.
Þau Roland Dannecker og Simone Otte voru ánægð með verslunina á markaðstorginu á landsmótinu. — Morgunblaðið/RAX
STÓRT markaðstjald var sett upp á Landsmóti hestamanna þar sem fyrirtæki og félög gátu kynnt og selt vörur sínar. Vöru viðskipti mjög lífleg á markaðstorginu og voru kaupmenn almennt mjög ánægðir með verslunina.

STÓRT markaðstjald var sett upp á Landsmóti hestamanna þar sem fyrirtæki og félög gátu kynnt og selt vörur sínar. Vöru viðskipti mjög lífleg á markaðstorginu og voru kaupmenn almennt mjög ánægðir með verslunina.

Oft og tíðum var nánast örtröð og margir notuðu tækifærið keyptu ýmsar hestavörur. Þarna voru flestar helstu hestavöruverslanir landsins auk annarra fyrirtækja með ýmiss konar þjónustu við hestamenn. Það vakti nokkra athygli að þar á meðal var þýska fyrirtækið Dannecker Collection sem selur fatnað, til að mynda reiðbuxur sem eru allar úr leðri.

Þau Roland Dannecker og Simone Otte höfðu í nógu að snúast, en Roland sagði að þau hefðu verið með verslun á Heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Danmörku á síðasta ári og þangað hefðu margir Íslendingar komið. Því þótti þeim tilvalið að setja upp litla verslun á Landsmótinu.