MORRISON , fjórða stærsta stórmarkaðakeðja Bretlands, íhugar nú að selja um 120 smærri Safeway-verslanir, þremur mánuðum eftir að Morrison keypti Safeway-keðjuna. Er sagt frá þessu í frétt Financial Times .
MORRISON , fjórða stærsta stórmarkaðakeðja Bretlands, íhugar nú að selja um 120 smærri Safeway-verslanir, þremur mánuðum eftir að Morrison keypti Safeway-keðjuna. Er sagt frá þessu í frétt Financial Times. Meðal hugsanlegra kaupenda að verslununum er Big Food Group, sem rekur Iceland-verslanirnar, og er að hluta til í eigu Baugs Group hf.

Í breska blaðinu Guardian segir hins vegar að ástæðan fyrir sölunni sé samdráttur í smásölu í Safeway-keðjunni, og að ætli Morrison að verja þann hagnað sem félagið hafði af yfirtökunni á Safeway verði það að selja smæstu verslanirnar. Er búist við að stærstu keðjurnar, Tesco, J. Sainsbury og fleiri, muni reyna að festa kaup á verslununum, en í blaðinu er einnig haft eftir forsvarsmönnum Morrisons að þeir hafi skrifað Big Food Group, auk annarra, til að auka áhuga á sölunni.