* RICK Parry , framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool , sagðist um helgina vongóður um að Michael Owen , landsliðsmiðherji Englands , myndi skrifa undir nýjan samning við félagið á næstu dögum.

* RICK Parry , framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool , sagðist um helgina vongóður um að Michael Owen , landsliðsmiðherji Englands , myndi skrifa undir nýjan samning við félagið á næstu dögum. Owen á eitt ár eftir af samningi sínum og óvissa hefur verið um framtíð hans en talið er að ákvörðun Stevens Gerrards um að leika áfram með Liverpool vegi þungt hjá Owen , sem þar með fari hvergi.

* LIVERPOOL hefur lánað franska miðjumanninn Bruno Cheyrou til Marseille í eitt ár. Cheyrou hefur verið í röðum Liverpool undanfarin tvö ár en ekki náð sér á strik og hann spilaði aðeins 12 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni síðasta vetur. Hann er 26 ára og hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Frakka.

* TOTTENHAM hefur fest kaup á 18 ára gömlum brasilískum knattspyrnumanni, Rodrigo Defendi . Hann kemur frá Cruzeiro en Tottenham greiðir um 80 milljónir króna og samningurinn er til fjögurra ára. Defendi er varnarmaður og eflaust eiga breskir fjölmiðlar eftir að leika sér með nafn hans en "defender" er enska orðið yfir varnarmann.

* FORRÁÐAMENN bæði Arsenal og Manchester United vísuðu um helgina á bug fréttum um að félögin væru á höttunum á eftir Wayne Rooney , stjörnu enska landsliðsins á EM í Portúgal . "Mig dreymir um að fá hann til Arsenal en þar við situr, það eru draumórar. Við getum ekki greitt þær fjárhæðir sem settar eru á hann," sagði Arsene Wenger , knattspyrnustjóri Arsenal , við The People í gær.

* WENGER sagðist viss um að Rooney myndi fara til Manchester United en þar á bæ var tónninn sá sami. "Við getum ekki eytt 45-50 milljónum punda á einn leikmann og ég býst við því að við séum búnir að kaupa þá sem við ætlum okkur í sumar," sagði David Gill , framkvæmdastjóri Manchester United , við Daily Star í gær.

* MOHAMED Konjic , miðvörður bosníska landsliðsins í knattspyrnu, er genginn til liðs við enska 1. deildarliðið Derby County . Hann hefur leikið með Coventry í 1. deild og úrvalsdeild undanfarin ár.

* ULI Höness , framkvæmdastjóri þýska knattspyrnufélagsins Bayern München , er ekki ánægður með markvörð sinn og þýska landsliðsins, Oliver Kahn . Markvörðurinn sagði í fjölmiðlum fyrir helgi að hann hefði áhuga á að færa sig um set og spila í annarri deild en þeirri þýsku. "Hann hefur aldrei rætt þetta við okkur og það er ekki inni í myndinni að láta hann fara," sagði Höness í gær.

* MIDDLESBROUGH hefur samið við spænska landsliðsmanninn Gaizka Mendieta til fimm ára. Mendieta lék með Boro í ensku úrvalsdeildinni síðasta vetur sem lánsmaður frá Lazio á Ítalíu og hann fékk á dögunum frjálsa sölu þaðan. Lazio náði loksins að ljúka greiðslu til Valencia vegna kaupanna á Mendieta á sínum tíma en félagið leigði hann fyrst til Barcelona og síðan til Middlesbrough .

* SHELBOURNE , mótherjar KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, máttu sætta sig við jafntefli, 1:1, við Shamrock Rovers í írsku úrvalsdeildinni um helgina. Við það minnkaði forysta Shelbourne niður í 10 stig en liðið er með 40 stig eftir 19 umferðir, tíu stigum á undan Bohemians og Drogheda .

* TVMK Tallinn , mótherji ÍA í UEFA-bikarnum, vann Trans , 4:1, á útivelli í eistnesku úrvalsdeildinni. TVMK er í þriðja sæti með 29 stig, fjórum stigum á eftir Levadia og Flora .