"Þetta breytir engu fyrir okkar fyrirtæki. Okkar afstaða til þessarar lagasetningar er óbreytt," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa.

"Þetta breytir engu fyrir okkar fyrirtæki. Okkar afstaða til þessarar lagasetningar er óbreytt," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa. Boðaðar breytingar á lögum um fjölmiðla séu bara furðulegur skrípaleikur og til þess eins að réttlæta gjörðir ríkisstjórnarinnar sem forystumenn þora ekki að bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta beri þess merki að verið sé að forðast að leggja þessa tiltekna lagasetningu í dóm kjósenda.

Boðað hefur verið að endurvekja fjölmiðlanefndina til að fjalla um lögin með aðkomu stjórnarandstöðunnar. Skarphéðinn segir að hans fyrirtæki hafi alltaf verið tilbúið að tilnefna fulltrúa í slíka vinnu en við því hafi ekki verið orðið. Hann veit ekki til þess að Norðurljósum eða öðrum fjölmiðlafyrirtækjum á Íslandi sé ætlað hlutverk í áframhaldandi starfi fjölmiðlanefndarinnar. Ástæða sé til að sjónarmið þessara fyrirtækja komist að í þeirri vinnu.