Bjarni
Bjarni
NOKKUR umræða hefur verið undanfarið vegna þess kostnaðar sem mótshaldarar þurfa að greiða vegna löggæslu á svæðinu, en ráðuneytið hefur sagt að fyrir það þurfi að greiða hálfa þriðju milljón.

NOKKUR umræða hefur verið undanfarið vegna þess kostnaðar sem mótshaldarar þurfa að greiða vegna löggæslu á svæðinu, en ráðuneytið hefur sagt að fyrir það þurfi að greiða hálfa þriðju milljón.

Bjarni Jónsson, formaður landsmótsnefndar, er langt frá því að vera sáttur við þessa ákvörðun ráðuneytisins. "Mér finnst það réttlætismál að við á landsbyggðinni þurfum ekki að greiða fyrir löggæslu á svona mótum því það er ekki gert þegar slíkar samkundur eru haldnar í Reykjavík og á Akureyri svo dæmi sé tekið," segir Bjarni.

Einhverju sinni þegar þetta var rætt yfir kaffibolla á skrifstofu mótsstjórnar sló Haraldur Þór Jóhannsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, því fram að þetta yrði ekki greitt og að hann væri tilbúinn að sitja þetta af sér í fangelsi. Síðan hefur Bjarni tekið undir þetta. "Haraldur sló þessu fram í gríni á sínum tíma og síðan hef ég verið spurður hvort ég vilji ekki sitja með honum. Ef það er það sem þarf til að losna við að greiða þetta þá getur það alveg komið til greina," segir Bjarni.