MIKE McGinnity, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Coventry City, lýsti yfir mikilli ánægju með að hafa náð samningum við Bjarna Guðjónsson. Gengið var frá því á föstudaginn, eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag.

MIKE McGinnity, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Coventry City, lýsti yfir mikilli ánægju með að hafa náð samningum við Bjarna Guðjónsson. Gengið var frá því á föstudaginn, eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag.

"Ég er ánægður með að Bjarni skyldi þiggja boð okkar um að spila áfram með félaginu. Hann lék vel með okkur þann tíma sem hann spilaði með Coventry síðasta vetur og vonandi heldur hann áfram á þeirri braut á komandi tímabili. Við erum í samningaviðræðum við fleiri leikmenn og vonandi getum við sagt fleiri góðar fréttir á næstu vikum," sagði McGinnity á vef Coventry.

Bjarni fór til Englands í gær og mætir í dag á fyrstu æfingu liðsins eftir sumarfrí leikmanna. Hann fékk sig lausan undan samningnum hjá Bochum í Þýskalandi sem var til vorsins 2006. Bjarni lék sem lánsmaður með Coventry seinni hluta síðasta tímabils.