Nokkrar af félagskonum úr Lionsklúbbnum Rán við afhendinguna.
Nokkrar af félagskonum úr Lionsklúbbnum Rán við afhendinguna. — Morgunblaðið/Alfons
Ólafsvík | Félagskonur í Lionsklúbbnum Rán í Ólafsvík gáfu fyrir nokkru út blað til að afla fjár til kaupa á fósturhjartsláttarrita.
Ólafsvík | Félagskonur í Lionsklúbbnum Rán í Ólafsvík gáfu fyrir nokkru út blað til að afla fjár til kaupa á fósturhjartsláttarrita. Tækið var afhent á Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík og þar tók Berit Sveinbjörnsdóttir ljósmóðir við því fyrir hönd Heilsugæslunnar. Í máli hennar kom fram að heilsugæslan ætti félögum og klúbbum í bæjarfélaginu margt að þakka og þessi gjöf lionskvenna kæmi sér sérstaklega vel þar sem von er á að tæplega 30 nýir Snæfellsbæingar fæðist á þessu ári.