Þórsari og Fylkisstrákur í návígi á vellinum.
Þórsari og Fylkisstrákur í návígi á vellinum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FH varð ESSO-mótsmeistari A-liða, en þessu árlega knattspyrnumóti í 5. flokki karla lauk á KA-svæðinu á Akureyri á laugardaginn. FH lagði Keflavík í fjörlegum úrslitaleik, 1:0.

FH varð ESSO-mótsmeistari A-liða, en þessu árlega knattspyrnumóti í 5. flokki karla lauk á KA-svæðinu á Akureyri á laugardaginn. FH lagði Keflavík í fjörlegum úrslitaleik, 1:0. Markið sem skildi liðin var skorað í fyrri hálfleik og það dugði Hafnfirðingum til sigurs.

Leiftur varð ESSO-mótsmeistari B-liða eftir 1:0 sigur á KR í úrslitaleik, Stjarnan varð meistari í C-liðakeppninni, sigraði KR í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Þá urðu Víkingar úr Reykjavík D-liðameistarar eftir úrslitaleik gegn Fjölni og í keppni E-liða urðu Leiknismenn úr Reykjavík hlutskarpastir, unnu Fjölni 1:0 í úrslitaleik.

Víkingar hlutu ESSO-bikarinn að þessu sinni, en hann er veittur því félagi sem nær bestum samanlögðum árangri á mótinu. Akurnesingar hlutu hins vegar Sveinsbikarinn, sem gefinn var til minningar um Svein Brynjólfsson, fyrrum formann knattspyrnudeildar KA, og veittur er því liði sem þykir hafa sýnt mesta háttvísi innan vallar sem utan sem og í matsal og skólum.

Að venju voru útnefnd prúðustu liðin innan vallar. Þessi eftirsóttu verðlaun féllu KR-ingum í skaut og Samherja úr Eyjafjarðarsveit.

www.ka-sport.is/essomot

Skapti Hallgrímsson skrifar