GYLFI Einarsson skoraði tvö marka Lilleström sem vann öruggan útisigur á Fredrikstad, 4:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Gylfi skoraði þar með í sjötta leik sínum í röð í deildinni og er nú kominn í 2.-4.

GYLFI Einarsson skoraði tvö marka Lilleström sem vann öruggan útisigur á Fredrikstad, 4:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Gylfi skoraði þar með í sjötta leik sínum í röð í deildinni og er nú kominn í 2.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 8 mörk. Hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir langt innkast og síðasta mark leiksins á lokamínútunni með hörkuskoti frá vítateig. Davíð Þór Viðarsson var á varamannabekk Lilleström en kom ekki við sögu.

Lilleström er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu Tromsö, en með jafnmörg stig og Rosenborg og Vålerenga.