MARTIN Beck Andersen, knattspyrnumaður frá Danmörku, hefur tekið boði Framara um að leika með þeim út þetta keppnistímabil.

MARTIN Beck Andersen, knattspyrnumaður frá Danmörku, hefur tekið boði Framara um að leika með þeim út þetta keppnistímabil. Hann er væntanlegur til landsins á morgun eða miðvikudag og ætti því að geta leikið með Fram þegar liðið sækir Keflvíkinga heim í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöldið. Martin Beck er tvítugur og getur leikið flestar stöður á vellinum en hann lék sex leiki með AGF í dönsku úrvalsdeildinni síðasta vetur.

Ólafur H. Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Fram, getur ekki stýrt liðinu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Keflavík í bikarnum í kvöld og í deildinni á fimmtudag. Hann fór til Danmerkur í gær til að gangast undir þjálfarapróf UEFA.