DIMITRIS Ikosidios, eigandi veitingahúss í Saloniki, hefur helgað hina ýmsu rétti á matseðli sínum hinum óvænta árangri Grikkja í úrslitakeppni EM í Portúgal.
DIMITRIS Ikosidios, eigandi veitingahúss í Saloniki, hefur helgað hina ýmsu rétti á matseðli sínum hinum óvænta árangri Grikkja í úrslitakeppni EM í Portúgal. Eftir að Grikkir lögðu Frakka að velli bauð hann upp á "Zidane-souvlaki með Trezeguet-sósu", en souvlaki er vinsæll grískur skyndiréttur. Hann býður líka upp á Charisteas-souvlaki, til heiðurs sóknarmanninum sem skoraði sigurmarkið. Ikosidios bætti "steiktri Tékka-kartöflu" á matseðilinn eftir sigurinn á Tékkum í undanúrslitum, og í gær undirbjó hann rúsínuna í pylsuendanum. "Ef við sigrum Portúgala bjóðum við frá og með mánudagsmorgni upp á ellefu bita af svínakjöti og köllum þá "litla, grillaða Portúgala," sagði Ikosidios, sem hefur undanfarna daga klæðst dómarabúningi og starfsfólk hans gríska landsliðsbúningnum.