ÞAÐ virðist vera algjörlega pottþétt að safnplöturnar úr Pottþétt-röðinni fari beint á topp íslenska Tónlistans um leið og þær koma út.
ÞAÐ virðist vera algjörlega pottþétt að safnplöturnar úr Pottþétt-röðinni fari beint á topp íslenska Tónlistans um leið og þær koma út. Að minnsta kosti varð sú raunin með nýjustu Pottþétt-plötuna, Pottþétt 35, en á henni eru hvorki fleiri né færri en 37 "gargandi hittarar", eins og þeir Skífumenn orða það svo skemmtilega á skifan.is. Á meðal þessara sumarsmella má nefna "Somewhere Only We Know" með Keane, "Stun Gun" með Quarashi og "Here She Comes" með norska hjartaknúsaranum Kurt Nilsen. Alveg pottþétt!