Bensínstöð samþykkt | Áframhaldandi bygging bensínstöðvar við söluturninn Staldrið í Breiðholti var samþykkt með atkvæðum fulltrúa R-lista á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn samþykktinni.

Bensínstöð samþykkt | Áframhaldandi bygging bensínstöðvar við söluturninn Staldrið í Breiðholti var samþykkt með atkvæðum fulltrúa R-lista á fundi þess síðastliðinn þriðjudag. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn samþykktinni.

Fyrir fundinn var lögð samþykkt skipulags- og bygginganefndar varðandi breytt deiliskipulag á svæðinu. Bentu sjálfstæðismenn á, að bygging bensínstöðvarinnar hefði hafist án þess að farið hefði verið eftir samþykkt borgarráðs um bensínstöðva- og bensínsölulóðir. Einnig hefði komið fram í niðurstöðum starfshóps skipulags- og byggingasviðs frá í október 2003 að ekki ætti að fjölga bensínstöðvum í byggðum hverfum nema bensínstöð sem nú er í rekstri væri lokað í staðinn, eða ef ástæða þætti að efla samkeppni og bæta þjónustu.

Fulltrúar R-lista furðuðu sig á andstöðu sjálfstæðismanna, þar sem sjálfsafgreiðslustöð við Staldrið yki þjónustu við Breiðholtsbúa og gæfi færi á aukinni samkeppni.