Ungur KA-maður sækir að varnarmanni Þórs en félagi hans er eitthvað annars hugar.
Ungur KA-maður sækir að varnarmanni Þórs en félagi hans er eitthvað annars hugar. — Morgunblaðið/Kristján
Akureyri | Félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs iðaði af lífi í gærmorgun en þar komu saman yngstu knattspyrnuiðkendurnir hjá Þór og KA, bæði stúlkur og drengir.

Akureyri | Félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs iðaði af lífi í gærmorgun en þar komu saman yngstu knattspyrnuiðkendurnir hjá Þór og KA, bæði stúlkur og drengir. Alls tæplega 100 börn öttu kappi á einum fjórum knattspyrnuvöllum og voru bæði mömmur og pabbar, afar og ömmur á hliðarlínunni að hvetja sitt lið.

Þau allra yngstu eru ekki há í loftinu en þarna voru vafalítið á ferð framtíðarleikmenn beggja félaga. Oft sáust glæsileg tilþrif og börnin skemmtu sér vel, enda úrslit leikjanna ekki aðalatriðið. Eftir að hafa hlaupið um knattspyrnuvellina var öllum börnunum boðið til grillveislu og runnu pylsurnar vel ofan í mannskapinn.