Matthías Johannessen
Matthías Johannessen
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
RITHÖFUNDUNUM Sally Magnusson og Ólafi Jóhanni Ólafssyni hefur verið boðið að koma fram á alþjóðlegu Bókmenntahátíðinni í Edinborg sem haldin er 14.-30. ágúst ár hvert í tengslum við hina þekktu listahátíð sem haldin er á sama tíma.

RITHÖFUNDUNUM Sally Magnusson og Ólafi Jóhanni Ólafssyni hefur verið boðið að koma fram á alþjóðlegu Bókmenntahátíðinni í Edinborg sem haldin er 14.-30. ágúst ár hvert í tengslum við hina þekktu listahátíð sem haldin er á sama tíma. Bókahátíðin í Edinborg er hin stærsta sinnar tegundar sem haldin er í heiminum.

Áður hefur komið fram að Matthías Johannessen skáld mun verða kynntur á hátíðinni í sérstöku pallborðsviðtali við sjónvarpsmanninn Magnús Magnússon hinn 25. ágúst. Matthías mun einnig lesa úr verkum sínum og ensk útgáfa ljóða hans verður gefin út af þessu tilefni.

Sally Magnusson er dóttir Magnúsar Magnússonar og fyrr á þessu ári kom út í Bretlandi bók hennar Dreaming of Iceland þar sem hún segir frá ferðum sínum um Ísland ásamt föður sínum er hún var barn að aldri. Sally kemur fram á hátíðinni hinn 25. ágúst.

Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar Höll minninganna kom út í enskri þýðingu fyrr á þessu ári undir titlinum Walking into the Night og Ólafur mun koma fram hinn 29. ágúst ásamt rithöfundunum Alan Furst og Allan Massie.

www.edbookfest.co.uk.