UM ÞESSAR mundir eru þrjár sýningar í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjár sýningar eru þar í gangi í einu. Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli, sýnir 28 verk, bæði stór og smá.

UM ÞESSAR mundir eru þrjár sýningar í Safnaskálanum í Görðum á Akranesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjár sýningar eru þar í gangi í einu.

Páll Guðmundsson, listamaður á Húsafelli, sýnir 28 verk, bæði stór og smá. Páll kallar listaverk sín samlokur unnar úr líparíti og höggmyndir á gólfi. Sýning Páls stendur til 15. september. Jóhanna Sveinsdóttir, Heiðarskóla, sýnir 28 verk í Safnaskálanum en hún hefur áður haldið fjölda einkasýninga og samsýninga. Þá heldur Þórarinn Helgason hamskeri sýningu á uppstoppuðum dýrum. Gripirnir á sýningunni eru flestir frá því að hann var í námi í Bandaríkjunum 1997 og eftir það. Áður hafði hann numið hamskurð í Edinborg. Þórarinn er með fjöldann allan af dýrum á sýningu sinni í Safnaskálanum.