ÞAÐ var nóg að gera á bryggjunni í Neskaupstað um helgina þegar síldarskipin Hákon EA og Huginn VE lönduðu afla sínum frystum, en þau voru að veiðum á Svalbarðasvæðinu.
ÞAÐ var nóg að gera á bryggjunni í Neskaupstað um helgina þegar síldarskipin Hákon EA og Huginn VE lönduðu afla sínum frystum, en þau voru að veiðum á Svalbarðasvæðinu.
Að sögn Inga Jóhanns Guðmundssonar, útgerðarmanns Hákons EA, landaði Hákon um sjö hundruð tonnum af frystum síldarflökum og einhverju af síld í bræðslu. Gróflega áætlað telur Ingi Jóhann aflaverðmætið einhvers staðar í kringum fjörutíu og fimm milljónir eftir tveggja vikna túr. "Það er ágætt, þó að það sé svolítið langt að sækja aflann," segir Ingi.