SPRON hefur veitt fimm námsmönnum námsstyrki, einn styrk að fjárhæð 150.000 krónur og fjóra að fjárhæð 100.000 krónur hver, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum.

SPRON hefur veitt fimm námsmönnum námsstyrki, einn styrk að fjárhæð 150.000 krónur og fjóra að fjárhæð 100.000 krónur hver, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum. Allir sem nýta sér Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk.

Námsstyrk að fjárhæð 150.000 krónur hlaut Katrín María Káradóttir, nemi í fatahönnun við Studio Bercot, París. Námsstyrki að fjárhæð 100.000 krónur hver hlutu Leifur Reynisson, nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, nemi í heilsusálfræði við Nottingham-háskóla, Maren Davíðsdóttir, nemi í jarðfræði við Háskóla Íslands, og Kristrún Lísa Garðarsdóttir, nemi í viðskiptalögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst.