HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrri hluta ársins nam 111 milljónum króna , sem er tæplega 5% aukning frá sama tímabili fyrra árs.
Helstu breytingar milli ára voru þær að hreinar vaxtatekjur jukust um 18%, aðrar rekstrartekjur drógust saman um 26% og framlag í afskriftareikning útlána dróst saman um 41%.
Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins hækkaði milli ára úr 45,4% í 53,0%.
Í fréttatilkynningu segir að rekstur sparisjóðsins hafi staðist þær áætlanir sem gerðar hafi verið og allt bendi til að reksturinn verði á áætlun í árslok.
Eignir jukust um 6% á tímabilinu og námu 131/2 milljarði króna í lok júní. Eiginfjárhlutfall , samkvæmt CAD-reglum, var 14,8%, sem er lítils háttar hækkun frá því um áramót.